
Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun með PEMF meðferð og jarðtengingu
Hver er meðferðin?
Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun með PEMF meðferð og jarðtengingu.
Baldur Héðinsson Meðferðaraðili.
-
Útskrifaður 2016 frá Cranioskólanum Höfuðlausn, Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun. Lokaverkefnið í náminu var rannsóknarritgerð sem fjallaði um meðferð við áfallastreituröskun.
-
Bowen-tækni frá College Bowen Studies vorið 2017. Sjá www.bowenmedferd.is
-
Með yfir 10.000 meðferðir að baki.
Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun er meðferð sem snýst um að hafa áhrif á flæði heila-og mænuvökva og þær himnur sem umlykja heilann. Það er gert með því að losa um spennu í bandvefshimnum og spennu í höfuðbeinum, hrygg og spjaldhrygg og koma þannig á jafnvægi sem stuðlar að heilbrigði.
PEMF (Pulsed electromagnetic field therapy) meðferð, byggir á rafsegulbylgjumeðferð sem losar um spennu í líkamanum og flýtir þannig fyrir endurnýjun fruma í líkamanum.
Jarðtengin er farvegur fyrir spennuna sem losnar í PEMF meðferðinni þannig að hún fer úr líkamanum.
Samspil höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnunar, PEMF meðferðar með jarðtenginu hefur áhrif á almenna starfsemi líkamans, losar um innri spennu og kemur jafnvægi á líkamsstarfsemina.
Einföld vandamál leysast oft á 3-4 tímum á meðan flóknari og þráðlátari vandamál taka lengri tíma. Í meðferðinni er verið að vinna með vandamál eða sjúkdóma með því að koma á óhindruðu flæði á heila og mænuvökvan og losa innri spennu. Margir velja að koma reglulega til að viðhalda jafnvægi á því sem hefur áunnist og til að fá góða slökun.
Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun með PEMF meðferð og jarðtenginu er fyrir fólk á öllum aldri og er tilvalin fyrir fólk með hverskyns heilsufarsleg vandamál eins og t.d. stoðkerfisvandamál, höfuðverki, síþreytu, vefjagigt, kvíða, áfallastreituröskun, einhverfu, og ýmis hegðunavandamál og margt fleira.
Ekki er mælt með PEMF meðferð fyrir barnshafandi konur, flogaveika og fólk með gangráð, í þessum tilvikum er veitt höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun með jarðtenginu
Börn sem koma í meðferð þurfa að vera í fylgd með foreldri.
Meðferðar tími í Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun er 75 mínútur og kostar 18.000 kr.
Tímapantanir í síma 862-3543, í gegnum messenger á Facebook eða baldurhedins@gmail.com
